10 Beautytips sem nýtast öllum
10 beautytips! 1. Tannbursta varirnar Fáðu silkimjúkar varir með því að skrúbba varirnar með tannbursta! Sjúklega einfalt og virkar. Varirnar verða vel undirbúnar, mjúkar og lausar við dauðar húðfrumur. 2. Augabrúnagel á baby-hárin Notaðu augabrúnagel til að hafa stjórn á litlu baby hárunum á höfðinu. Ótrúlega þæginleg lausn ef þú ert til dæmis með hátt tagl og þessi litlu hár eru út um allt. 3. Varaliturinn á kinnarnar líka Það kemur ótrúlega vel út að setja smá af varalitnum sem þú ert með á vörunum, á kinnarnar líka (svo lengi sem þú ert ekki með ótrúlega dökkan lit á vörunum). Það gefur fersklegan blæ og gefur fallegt heildarlúkk. 4. Sápa sem augabrúnagel Sápubrúnir er trend sem hefur verið í gangi...