10 Beautytips sem nýtast öllum


10 beautytips! 

1. Tannbursta varirnar
Fáðu silkimjúkar varir með því að skrúbba varirnar með tannbursta! Sjúklega einfalt og virkar. Varirnar verða vel undirbúnar, mjúkar og lausar við dauðar húðfrumur. 
2. Augabrúnagel á baby-hárin 
Notaðu augabrúnagel til að hafa stjórn á litlu baby hárunum á höfðinu. Ótrúlega þæginleg lausn ef þú ert til dæmis með hátt tagl og þessi litlu hár eru út um allt. 
3. Varaliturinn á kinnarnar líka
Það kemur ótrúlega vel út að setja smá af varalitnum sem þú ert með á vörunum, á kinnarnar líka (svo lengi sem þú ert ekki með ótrúlega dökkan lit á vörunum). Það gefur fersklegan blæ og gefur fallegt heildarlúkk. 
4. Sápa sem augabrúnagel
Sápubrúnir er trend sem hefur verið í gangi í góðan tíma núna. Settu örlitla sápu á augabrúnabursta og pínu vatn og mótaðu brúnirnar eins og þú villt hafa þær. Brúnirnar haldast allann daginn á sínum stað.
5. Ilmvatn í hárburstann 
Spreyjaðu smá af uppáhalds ilmvatninu þínu á hárburstann þinn og greiddu þér og þú færð ilmandi hár. 
6. Þurkkaðu hárið með bol
Komdu í veg fyrir úfið hár með því að þurrka það með gömlum bol. Kemur í veg fyrir úfið og frizzy hár. 
7. Blýantur sem augnskuggagrunnur 
Notaðu aungblýant sem grunn fyrir aungskuggann. Það kemur ótrúlega vel og virkar vel að setja blýant yfir allt augnlokið, blanda hann og bera svo þurrann skugga yfir. Augnskugginn sem þú setur ofan á mun ekki hreyfast. Hentar ótrúlega vel fyrir smoky augnförðun.
8. Glimmer á gervineglur sem eru byrjaðar að vaxa 
Hver kannast ekki við sem er með neglur að þær eru farnar að vaxa og það er komið bil á milli? Einfallt ráð er að setja glært lakk og dreifa smá glimmeri á svæðið og þú kemst upp með að bíða með lagfæringu örlítið lengur. 
9. Krem sem augn- eða farða hreinsir
Þegar augnhreinsirinn er búin og þú þarft að redda þér er góð skyndilausn að setja smá af dagkremi í bómul og taka þannig farðann af. 
10. Búðu til eigið litað dagkrem 
Blandaðu dagkremi og 1/2-1 pumpu af farða og þú ert komin með þitt eigið litað dagkrem sem er léttara á húðinni en farðinn.