Nú er heldur betur farið að styttast í jólin og að því tilefni langar okkur að gefa ykkur nokkrar hugmyndir af fallegum hátíðarförðunum og gjafapökkunum okkar
Förðunarlúkk 1
Skref 1: Byrjaðu á því að bera milligráan augnskugga úr Make-up Atelier pallettunni (Smokey Variation) á allt augnlokiðSkref 2: Því næst skaltu nota dökkgráan úr pallettunni til að skyggja í enda augnlokanna
Skref 3: Blandaðu saman ljósgráum og hvítum og settu í miðjuna og í augnkrókana
Skref 4: Berðu Luxe Lash maskarann frá Face Stockholm á efri og neðri augnhár
Skref 5: Endaðu á því að festa Phobe augnhárin frá Red Cherry á
Förðunarlúkk 2
Skref 1: Berðu Make-up Atelier Pen eyelinerinn á alveg upp við augnhárin og mótaðu hann í "cat eyes"
Skref 2: Því næst skaltu bera maskarann á og festa Marlow augnhárin frá Red Cherry á
Skref 3: Farðu svo aðra umferð yfir með eyelinernum til þess að hafa línuna alveg svarta
Skref 4: Endaðu á því að bera Njuta varalitinn á frá Face Stockholm
Förðunarlúkk 3
Skref 1: Byrjaðu á því að bera kremaugnskuggan Chintz frá Face Stockholm á allt augnlokið og mýktu svo skilin með "fluffy" bursta.
Skref 2: Því næst skaltu bera blýantinn Morkbrun frá Face Stockholm alveg við augnhárin og setja svo maskara á
Skref 3: Endaðu á því að festa Bransson augnhárin á frá Face Stockholm til þess að setja punktinn yfir i-ið!
Förðunarlúkk 4
Skref 1: Byrjaðu á því að bera millibrúnan lit úr 12 augnskugga pallettunni frá Make-up Atelier í sökkullínuna (crease) með "fluffy" bursta
Skref 2: Því næst skaltu bera taka dökkbrúnan lit á allt augnlokið og undir augu. Muna að mýkja öll skil með bursta
Skref 3: Endaðu á því að setja Nude glossinn á frá Make-up Atelier á varirnar
Vonandi höfðuð þið gaman að og getið notað eitthvað af þessum hugmyndum
Njótið aðventunnar!