8 vörur í ferðalagið innanlands + hugmyndir af viðburðum 💦


Næstu helgi rennur upp ein af stærstu ferðahelgum ársins. Útilegur, útihátíðir og fleira skemmtilegt er framundan. Gott er að vera vel skipulagður og taka ekki of mikið af dóti með sér. Ef þið eruð að fara ferðast innanlands mælum við með hlýjum fötum, regnfötum og regnhlíf, og hér eru nokkrar förðunarvörur sem við mælum með að taka í ferðalagið: 

1. Góða snyrtibuddu

Þessi glæra snyrtibudda er algjör snilld þar sem hún gerir þér kleift að sjá allar vörurnar þínar í einu. Sjúklega þægilegt á ferðalögum. 

2. Farða

Nauðsynlegt er að hafa með sér góðan farða. Við mælum með Fluid farðanum frá Make-up Atelier. Farðinn er léttur og gefur miðlungs þekju sem hægt er að byggja upp og framkalla fulla þekju. Hann er einnig vatnhelldur (sem hentar einstaklega vel þessa dagana). Tekur roða, bláma og bauga og helst svo sjúklega vel og lengi á. 

3. Kremaugnskugga 

Kremaugnskuggar eru svo ótrúlega þægilegir, en þeir haldast mun lengur á en hefðbundnir augnskuggar, eru vatnshelldir og frábærir sem grunnur undir aðra augnskugga. Við mælum með Face Stockholm kremaugnskugganum í litnum Taft. Æðislegur millibrúnn litur. Best er að bera kremaugnskugga á með puttunum (sem gerir þetta enn þá þæginlegra). 

4. Brúntóna pallettu 

Það er alltaf þægilegt að hafa basic nude tóna með sér. Pallettan frá Make-up Atelier er í fullkominni stærð fyrir ferðalagið. Allir litir sem þú þarft og æðisleg formúla. 

5. Maskara 

Maskrinn setur punktinn yfir i-ið. Þessi maksari frá Face Stockholm gefur augnhárunum þykkt og lengd en gerir þau náttúrulega á sama tíma. 

6. Sólarpúður/kinnalit 

Það gerir svo mikið að fá smá líf í kinnarnar. Sólarpúðrið frá Face Stockholm blandast húðinni einstaklega vel og mótar og gefur andlitinu líf og ferskleika. 

7. Rakasprey 

Það er svo mikilvægt að húðin sé vel nærð og full af raka. Rakaspreyið má nota fyrir og eftir förðun, það undirbýr húðina og hjálpar farðanum að haldast lengur á. Munum að drekka líka nóg af vatni á ferðalaginu, það vil stundum gleymast. 

8. Gloss/varalit 

Þessi nude litaði gloss frá Make-up Atelier er fullkomin við öll tilefni. Helst ótrúlega lengi á og svo sjúklega fallegur þegar hann er komin á. 

Það er svo gaman að vera pínu fínn þó maður sé bara í útilegu eða útihátíð 💄

Hér er smá listi um viðburði um helgina:

- Goslok í Vestmannaeyjum

- Írskir dagar á Akranesi 

- Markaðshelgi í Bolungarvík 

- Dýrafjarðardagar