Festival/útihátíðar farðanir


Útihátíðartímabilið er nú í fullum gangi og næst á dagskrá er Secret Solstice sem hefst 21. júní og svo þjóðhátíð í eyjum um verslunarmannhelgina. Útihátíðarfarðanir eru einstaklega skemmtilegt fyrirbæri og gefur manni frelsi til að skapa. Falleg ljómandi húð, augu í brún/appelsínugulum tónum og glossaðar varir klikka aldrei, svo er ótrúlega gaman að setja smá (eða mikið) glimmer með (oft er hægt að fá falleg og ódýrt glimmer í föndurbúðum). Hér koma nokkrar hugmyndir..


Kremaður highlite kemur einstaklega vel út, en þá er eins og ljóminn komi innan frá. 

Að nota appelsínugulu tóna í augnförðun er oft mjög vanmetið, en liturinn gefur svo ótrúlega fallegan og hlýjan tón í förðunina. 

Brúnn augnblýantur er alltaf fallegur og klæðir í raun alla. Greiddu augabrúnunum upp, settu brúnan aungblýant yfir og undir augun, mýktu hann og settu svo maskara. Toppaðu förðunina með því að setja smá glimmer með.