10 förðunartrend fyrir haustið 2019. Áherslan er á augunum!
Haustið er mætt með öllum sínum ferskleika og býður upp á nýjar stefnur og strauma í förðun, hári og fatnaði. Það er alltaf gaman að sjá hvað kemur nýtt með nýrri árstíð og tileinka sér það sem manni líkar við. Í haust verður mikil áhersla lögð á fallega augnförðun. Eyeliner, augnskuggar, mikill maskari svo eitthvað sé nefnt. Hér koma helstu trendin fyrir haustið: 1 Eyeliner af öllum gerðum spilar lykilhlutverk í haust. Leggðu áherslu á augun með því að setja liner í vatnslínuna, eða berðu hann á við augnhárin og mýktu með endanum eða bursta. 2 Bleikur og fjólublár augnskuggi kemur sterkur inn í haust. Það kemur ótrúlega vel út að nota bara 1 lit á augnlokið, eða blanda þeim saman...