10 förðunartrend fyrir haustið 2019. Áherslan er á augunum!


Haustið er mætt með öllum sínum ferskleika og býður upp á nýjar stefnur og strauma í förðun, hári og fatnaði. Það er alltaf gaman að sjá hvað kemur nýtt með nýrri árstíð og tileinka sér það sem manni líkar við. Í haust verður mikil áhersla lögð á fallega augnförðun. Eyeliner, augnskuggar, mikill maskari svo eitthvað sé nefnt. Hér koma helstu trendin fyrir haustið:  

1

Eyeliner af öllum gerðum spilar lykilhlutverk í haust. Leggðu áherslu á augun með því að setja liner í vatnslínuna, eða berðu hann á við augnhárin og mýktu með endanum eða bursta. 

2

Bleikur og fjólublár augnskuggi kemur sterkur inn í haust. Það kemur ótrúlega vel út að nota bara 1 lit á augnlokið, eða blanda þeim saman og bera þannig á sem einn lit. 

3

Glimmer kemur alltaf svo vel út, sérstaklega í náttúrulegum litum. Ótrúlega gaman að sjá glimmer fyrir haustið. 

4

Það kemur alltaf reglulega inn aftur og aftur að vera mikinn og pínu klessulegan maskara. Þetta getur verið mjög flott þegar þetta er rétt gert. 

5

Brúnt smoky er alltaf klassískt og virkar í raun allt árið um kring. Gefur augnförðunni pínu drama og fer í raun öllum vel. 

6

Mauve litaður kinnalitur kemur sterkur inn í haust. Tökum þessu trendi fagnandi! Hvað er fallegra en smá líf í kinnarnar

7

Rauðar mattar varir verða áberandi í haust. Það er auðvitað ekkert meira viðeigandi þegar haustið mætir að vera með fallegan sterkan varalit 

8

Berjalitaðar varir verða einnig vinsælar í haust. Litlir í djúpum litum bara smellpassa alltaf fyrir haustið!

9

Falleg, náttúruleg og pínu glansandi húð (á réttu stöðunum) er ekkert að fara neitt. 

10

Þó svo að að djúpir rauðir litir verði ríkjandi fyrir haustið mun glossið samt sem áður halda velli í haust. 

 

Kíktu á úrvalið af fallegum vörurm fyrir haustið!

https://nordicbeauty.is/