5 sjúklegar "night out" augnfarðanir


Falleg augnförðun gerir svo ótrúlega mikið og er svo skemmtileg tilbreyting þegar við erum að fara eitthvað fínt. Okkur langar að sýna ykkur hugmyndir af 5 sjúklega fallegum augnförðunum sem eru svo einfaldar í framkvæmd. 

1. Brúnt smoky og augnhár 

 

Brúnt smoky og augnhár er eitthvað sem fer öllum vel og passar alltaf. Veldu þér brúnan lit úr pallettunni og berðu á augun bæði á augnlokið og undir. Passaðu bara að mýkja öll skil. Við mælum með að Smoky Brown pallettunni frá Make-up Atelier í þetta lúkk og Trace augnhárunum við 

 

2. Pop of colour 

Berðu náttúrulegan lit á augnlokið og taktu svo áberandi lit að eigin vali og berðu undir augu. Það gerir ótrúlega mikið að hafa smá lit í kringum augun. Við mælum með Shiny Plum pallettunni frá Make-up Atelier til að ná þessu lúkki 

3. Vængjaður eyeliner 

Þetta lúkk er alltaf klassískt. Taktu blautan eyeliner og berðu á við augnhárin og taktu hann örlítið út í "vængi". Taktu svo svartann blýant og berðu hann inn í vatnslínuna. Æfingin skapar meistarann! Við mælum með Pen eyeliner frá Make-up Atelier í þetta lúkk og svarta Eye Pencil frá Face Stockholm. 

4. Kremuð augu 

Þetta lúkk er svo sjúklega einfalt og fallegt. Kremaugnskuggar gera alla vinnu svo miklu auðveldari. Þeir eru ekki bara ótrúlega fallegir þegar þeir eru komnir á augun, heldur er ótrúlega auðvelt að bera þá á. Við mælum með Chintz kremaugnskugganum frá Face Stockholm fyrir þetta lúkk! 

5. Einn litur 

Veldu einn augnskugga sem er í uppáhaldi og berðu yfir allt augnlokið og undir augu! Þetta þarf ekki að vera flókið til að vera flott. Matti augnskugginn Aubergine frá Face Stockholm er fullkominn fyrir þessa augnförðun