Nú fer svo sannarlega að styttast í stærstu ferðahelgi ársins, verslunarmannahelgina! Hápunktur helgarinnar er klárlega Þjóðhátíð í Eyjum. Gleðin og stemmingin er engu lík og er undirbúningurinn er ekkert síðri. Við ætlum að sýna ykkur förðun sem er fullkomin í dalinn þegar við viljum vera "extra glam"
1. Byrjað var á að bera rakafarðagrunn á allt andlitið frá Make-up Atelier
2. Næst var fluid farðinn borinn yfir. Farðinn gefur einstaklega fallega miðlungs þekju sem hægt er að byggja upp í fulla þekju.
3. Hyljarinn var svo borinn á svæði sem þurftu meiri hulu eins og undir augu, hjá nefi og höku.
4. Kinnaliturinn Sunkissed frá Face Stockholm var borinn á "eplin" á kinnunum og dreginn út
5. Endað var á að skyggja andlitið með dekkri litnum í pallettunni. Skyggt var undir kinnbein og á enni.
Að lokum voru settir skærgulir steinar á andlitið sem keyptir voru í litir og föndur. Steinarnir voru festir á með augnháralími.
1. Byrjað var á að bera dökkbrúnan lit úr pallettunni á allt augnlokið, bæði undir og yfir og liturinn svo mýktur.
2. Næst var tekinn stakur koparlitaður augnskuggi og settur í glóbuslínuna og mýktur út.
3. Næsta skref var að setja Magic primer glimmerfestirinn yfir allt augnlokið
4. Koparlitað glimmer var borið yfir allt augnlokið
5. Gyllt glimmer var borið á miðju augnloksins
6. Að lokum var borinn á svartur gel eyeliner inn í augu og meðfram efri augnhárum sem tekinn var í "vængi"
Endað var á að setja vel af maskara
-Góða skemmtun um verslunarmannahelgina!